Saga Bergplasts

Bergplast var stofnað árið 1996 og hefur allt frá stofnun vaxið hratt. Árið 2009 keypti félagið fyrrv. plastframleiðslu Reykjalundar og sameinaði hluta af þeirri einingu rekstri Bergplasts í nýju verksmiðjuhúsnæði að Breiðhellu í Hafnarfirði.  Bergplast ehf er í dag leiðandi  fyrirtæki á sínu sviði á Íslandi þar sem nýjustu tækni og vélarkosti er beitt við framleiðsluna.

Vélakostur Bergplasts í dag samanstendur meðal annars af sprautusteypu-vélum, háþróuðum róbótum og hitaformunarvélum.