Gæða- og umhverfismál

Efni sem notuð eru í framleiðsluvörur Bergplasts lúta ströngum reglum um efnisinnihald. Í samanburði við mörg önnur efni sem notuð eru til daglegra þarfa teljast plastefni náttúruvæn. Þau eru létt, sterk og meðfærileg, hlutfallslega ódýr í framleiðslu og auðveld í endurvinnslu. Plastefni eru mikilvægur þáttur í nútíma þjóðfélagi og stuðla að betra og heilbrigðara umhverfi.

Allt hráefni sem fyrirtækið notar í framleiðsluna uppfyllir gæðastaðla Evrópusambandsins varðandi notkun plastefna til matvælaiðnaðar. Þá byggir allt framleiðsluferli fyrirtækisins á þekktum stöðlum í iðninni.

Verksmiðja og lagerhúsnæði fyrirtækisins er að Breiðhellu 2. í Hafnarfirði og lútir starfsemin ströngum kröfum um hreinlæti til að koma í veg fyrir hvers konar mengun. Unnið er að innleiðingu BRC gæðakerfis fyrir fyrirtæki í framleiðslu umbúða fyrir matvælaiðnað og er stefnt á vottun þess. Allar framleiðsluvörur eru umhverfisvænar og hægt er að endurnýta þær.

Við höfum unnið eftirfarandi sjálfsmat til að tryggja gæði framleiðsluvöru Bergplasts og til að uppfylla kröfur okkar viðskiptavina. 

BERGPLAST. SJÁLFSMAT, SKREF FYRIR SKREF.
Til að tryggja gæði alls ferlis móttöku, framleiðslu og afhendingar á vörum Bergplasts til framleiðslufyrirtækja í matvælaiðnaði höfum við farið í eftirfarandi sjálfsmat á ferlum okkar.


1. Stjórnun móttöku og meðhöndlunar hráefna.
o Allt hráefni sem tekið er til notkunar í Bergplast er í samræmi við gildandi lög og
staðla.
o Eingöngu metnir og viðurkenndir birgjar eru notaðir.
o Allt hráefni sem berst til Bergplasts er skoðað sjónrænt við móttöku þegar það er gerlegt.
o Eiginleikar hráefnis eru staðfestir í samræmi við forskriftir sem Bergplast og birgi hefur samið um, eftirlit fer fram samkvæmt innra verklagi.
o Hráefni eru merkt eftir losun eða móttöku og aðgreind á lager til frekari geymslu í viðeigandi lokaðri aðstöðu, eða beint til notkunar.


2. Blöndun hráefna og framleiðsla.
o Undirbúningur og skömmtun hráefna fer fram í samræmi við uppskrift vöru.
o Skömmtun hráefna er sjálfvirkt stjórnað af vélbúnaði og stöðugt er fylgst með.
o Allar framleiddar lotur eru auðkenndar með sérstöku lotunúmeri sem kemur
fram á hverri pökkunareiningu og styður við rekjanleika hráefna og vöru.
o Starfsvenjur tryggja aðskilnað vöru sem lágmarkar krossmengunaráhættu.
o Sjónrænt gæðaeftirlit með allri framleiðslu er samfellt og er skráð á klukkustundarfresti.
o Reglubundið örverueftirlit á sér stað með allt vatn sem er notað til kælingar á vélbúnaði.


3. Meðhöndlun, pökkun, geymsla, hleðsla og flutningur pakkaðrar vöru.
o Ryk og óhreinindi sem myndast við pökkun, geymslu, lestun og flutning eru lágmörkuð með reglubundnum þrifum í samræmi við þrifaáætlun.
o Örverumengun er takmörkuð með síun flutningslofts og reglulegum síuskiptum. Loft, vatn og framleiðsluvara er örverumælt með reglubundnum hætti.
o Eingöngu eru notaðar viðurkenndar umbúðir sem eru í samræmi við tilskipun 94/62 / EB (þungmálmar, skaðleg og hættuleg efni eða reglur sem gilda á svæðinu þar sem efnið verður afhent).
o Umbúðir fyrir framleiðsluvöru Bergplasts eru í samræmi við nýjustu reglur um umbúðir
sem koma í snertingu við matvæli.
o Ferli afhendingar er stjórnað með gæðaeftirliti og skráningum þar sem fram kemur meðal annars vöruheiti, vörunúmer og lotunúmer til að tryggja rekjanleika.
o Vörubretti eru skoðuð fyrir lestun og endurnýjuð ef þörf er á.
o Flutningabílar eru læstir eftir þörfum meðan á flutningi stendur.
o Ætíð er kvittað fyrir að gæði vöru séu í lagi við afhendingu vöru.

 

 

Endurskoðað 25-08-2022. Eðvald Valgarðsson Gæðastjóri.