Gæða- og umhverfismál

Efni sem notuð eru í framleiðsluvörur Bergplasts lúta ströngum reglum um efnisinnihald. Í samanburði við mörg önnur efni sem notuð eru til daglegra þarfa teljast plastefni náttúruvæn. Þau eru létt, sterk og meðfærileg, hlutfallslega ódýr í framleiðslu og auðveld í endurvinnslu. Plastefni eru mikilvægur þáttur í nútíma þjóðfélagi og stuðla að betra og heilbrigðara umhverfi.

Allt hráefni sem fyrirtækið notar í framleiðsluna uppfyllir gæðastaðla Evrópusambandsins varðandi notkun plastefna til matvælaiðnaðar. Þá byggir allt framleiðsluferli fyrirtækisins á þekktum stöðlum í iðninni.

Verksmiðja og lagerhúsnæði fyrirtækisins er að Breiðhellu 2. í Hafnarfirði og lútir starfsemin ströngum kröfum um hreinlæti til að koma í veg fyrir hvers konar mengun. Unnið er að innleiðingu BRC gæðakerfis fyrir fyrirtæki í framleiðslu umbúða fyrir matvælaiðnað og er stefnt á vottun þess. Allar framleiðsluvörur eru umhverfisvænar og hægt er að endurnýta þær.